þriðjudagur, 7. ágúst 2012

þýsk íslenska

Á  Íslandi reka yfirvöld málverndarstefnu af mikilli festu. Íslenskan skal vera hrein og því hika foreldrar og kennarar ekki við að skamma unglinga fyrir enskuslettur. Unglingum finnst sletturnar svalar (enska: cool), en hinir fullorðnu geta af reynslu sinni bent á að dönskusletturnar sem tíðkuðust fyrir hundrað árum þykja ekki lengur fínar.

En það er ekki sama úr hvaða máli er slett. Mér finnst ógeðslega geil að sletta úr þýsku. Þar bjó ég seinustu fjögur ár. Og núna skrifa ég mastersritgerð, sem ég á að skila á þýsku til Humboldt Universität zu Berlin. En ég get ekki, eða vill ekki hugsa allt frá grunni á þýsku. Hugsun mín fer að mestu fram á íslensku, en ég er farinn að þróa hjá mér einhverskonar stíl sem hentar vel til að þýða á þýsku. Hérna kemur dæmi:

„Gott dæmi um þetta eru viðbrögðin við bréfi eiginmannsins,  „mit verzerrtem Gesicht im Bett aufgerichtet“(310), og hvernig hún í sama bréfi meðfylgjandi ljósmynd af syninum bregst við, „Da reißt Frau Vogler das Photo mittendurch“(310). Þannig  erfahren wir um skoðanir hennar á eiginmanni og syni, sem koma lítið við sögu í eigin persónu.“

Ég hef mjög gaman af þessum stíl. Supergeil.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli