miðvikudagur, 25. janúar 2012

Nokkrir mögulegir forsetar

A.
Bidjum Dani afsökunar.
Margreti Þórhildi sem thjodhöfdingja 2012!


B.
Kjosum Dorrit 2012!



C.
Palla a Bessastadi
Stanslaust stud 2012


D.
Gefumst ekki upp!
Fridur 2012

Her med hef eg sagt allt sem eg aetla ad segja um forsetakosningar a Islandi 2012.

laugardagur, 21. janúar 2012

Frelsum-Geir-Samtökin


Úr Stjórnarskrá Íslands frá 1944
14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.

Hvaða lógík liggur á bakvið það að vera bæði á móti þessari núverandi stjórnarskrá og því að fá nýja stjórnarskrá frá Stjórnlagaráði?

Ég spyr mig til dæmis um hvaða lógík lá að baki þegar biskpu íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kallaði það í ræðu "þjóðarsmán" að Alþingi kæri Geir Haarde fyrir Landsdómi. Meinar hann að það sé "þjóðarsmán" að fylgja því sem stendur í stjórnarskránni frá 1944?

Og Bjarni Benediktsson, sem er bæði á móti Landsdómsmálinu og á móti nýrri stjórnarskrá. Hvernig leggur hann saman tvo og tvo?



 Ég er ekki svo hrifinn af Frelsum-Geir-Samtökunum. Ég skil ekki alltaf íslensk stjórnmál. Mér finnst að minnsta kosti samtökin um að frelsa Bradley Manning miklu mikilvægari. Þeim unga manni er gefið að sök að hafa sent skjöl um stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan til Wikileaks. Honum hefur núna verið haldið í einangrun í meira en ár án nokkura réttarhalda.

Í þessu samhengi spyr maður sig. Hvort er meiri glæpur að segja frá, eins og Manning er sakaður um, eða þegja, eins og Geir er sakaður um?