miðvikudagur, 16. nóvember 2011

Osynilega höndin i staerra samhengi / Univisible hand in the larger context

Eg trui a hina osynilegu hönd. Hun er fest vid hinn osynilega likama. Osynilegi hausinn og osynilega typpid eru einnig hlutar thessa osynilega manns.
Osynilega höndin. Er thad ekki thad sama og menn kalla stundum mugheimsku. eda a ensku Swarm-intelligence. Storir hopar af folki hreyfa sig i kringum midjuna, fordast ad klessa a adra og hreyfa sig i sömu att og allir i kring.
Osynilega höndin er hluti af staerra samhengi, nefnilega hinum osynilega hop af folki.

//
I believe in the invisible hand. It is attached to the invisible body. Invisible invisible head and penis are also part of this invisible man.
The Invisible hand. Is it not the same as they sometimes call swarm intelligence. or in Icelandic mugheimska-. Large groups of people always move around the center, avoid colliding with each other and move in the same general direction as everybody around them.
The Invisible hand is part of a larger phenomena, namely, the invisible group of people.


fimmtudagur, 3. nóvember 2011

Hvernig lítur internetið út, sem rými?

 Internetið er ótrúlegur leyndardómur sem sífellt kemur á óvart.
 Fullt af fólki er á internetinu. Eða er það kannski bara inní hausnum á sjálfum sér? Því að hugurinn er eins og internetið?

þriðjudagur, 1. nóvember 2011

Herra Karl og Herra Ólafur

Tveir menn á Íslandi hafa sérstakan rétt til að láta kalla sig “herra”. Þetta eru forsetinn, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og biskupinn, herra Karl Sigurbjörnsson. Báðir hafa nýlega kvatt sér hljóðs og ljáð máls á því hvernig almenningur nýtir sér internetið til að ræða málin.
Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, predikaði í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju 30. Oktober. Þar sagði hann meðal annars:
“Er það ekki makalaust hvernig sleggjudómarnir og upphrópanirnar hafa einatt tekið yfir. Það er gömul saga og ný. Ærumeiðingar og mannorðsmorð eru daglegt brauð í opinberri orðræðu fjölmiðla og bloggheima. Það er alvarlegt samfélagsmein og ógnun við grundvöll heilbrigðs þjóðfélags.”

Messu Herra Karls Sigurbjörnssonar má heyra hér.

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, talaði um svipað málefni í viðtali við CNN 24. Okt síðastliðinn. Þar sagði hann meðal annars þetta:

"This so-called social media has transformed our democratic institutions in such a way that what takes place in the more traditional institutions of power -- congress, ministries, even the White House or the presidency and the cabinet in my country -- has become almost a sideshow,"

og áfram

"I know it's a strong statement, especially coming from someone who spent most of his life within those institutions. But the power of the social media is, in my opinion, transforming the political process in such a way that I can't see any chance for the traditional, formal institutions of our democratic systems to keep up."
                            Hér má heyra brot úr viðtalinu við herra ólaf Ragnar Grímsson.

Báðir telja þessir herramenn að umræður á internetinu fyrirferðarmiklar í samfélaginu. En svo túlka þeir gildi “samfélagsmiðlana” gjörólíkt. Og það endurspeglar viðhorf “herrans” til “pöpulsins”.

Herra Karl telur umræður venjulegs fólks á netinu vera alvarlegt vandamál í samfélaginu og “ógnun við grundvöll heilbrigðs þjóðfélags”.

Herra Ólafur telur aftur á móti að umræðurnar í samfélagsmiðlunum séu grundvöllur okkar heilbrigða þjóðfélags á Íslands.


Þó að mér finnist Ólafur ýkja aðeins, þá er ég meira sammála honum. Ég tel líka að opinber umræða sé undirstaða heilbrigðs þjóðfélags. Til að vera ekki of ósanngjarn við Karl, þá er umræðan á Íslandi oft skammarlega léleg. En ég held að bloggið og samfélagsmiðlarnir hafi bætt hana og muni hækka umræðuhæfileika fólks. Vissulega eru margir sem skíta yfir annað fólk og djöflast í kommentakerfum. En þeir vitleysingar verða sér til skammar og eyðileggja bara sitt eigið mannorð. Ég held að besta leiðin til að bæta umræðuna sé meiri umræða. Til dæmis umræða um það hvernig umræða eigi að vera. Þögnin leysir ekkert.