fimmtudagur, 1. desember 2011

Lacan í héraðsdómi

Héraðsdómur hefur nú tvisvar sinnum dæmt sannleikann í hinu svokallaða Aratúnsmáli „dauðan og ómerkan". Ef hann er samkvæmur sjálfum sér í hinum 6 málunum sem bíða úrskurðar, þá munu fleiri sannar staðhæfingar verða dæmdar "dauðar og ómerkar".

(Innskot: Ég get ekki betur séð en að dómari héraðsdómari dæmi það sem meiðyrði að segja að einhver sé með "langan brotaferil" ef hann hefur bara tvisvar gerst sekur um líkamsárás. Kannski lítur hann þannig á málið að eitt brot sé bara brot, tvö brot eru brotaferill, og þrjú brot eða fleiri eru langur brotaferill. Ég verð að læra meiri lögfræði. Kannski er aðalbrotið að það megi ekki segja opinberlega frá því ef einhver hefur hlotið dóma.)

                                          Mótmæli í Aratúni

Ég ætla að segja sem minnst um deiluefnið, eða ég gæti sjálfur átt von á kæru. En það sem kom mér á óvart er að íslensk lög refsi mönnum fyrir að segja sannleikann. Mönnum getur sviðið undan sannleikanum, en ég taldi þa grunninn í tjáningarfrelsinu að mega segja satt. Ég skil vel að ósannindi séu dæmd "dauð og ómerk". En ég hélt að maður mætti alltaf segja satt og rétt frá. En það var af því að ég þekkti ekki lögin í mínu heimalandi.

Hvað þýðir "ómerkur"?
Íslensk Orðabók, Mörður Árnason (ritstj.), (Rvk: Edda, 2007) segir:
ómerkur = lítilsverður, lítt merkilegur, eða (um orð) marklaus.

                                             Sumir segja að Yoda sé Lacan

Til að enda þetta á léttari nótum og reyna hljóma gáfulega og segja nafn meistararns Jacques Lacan. Þá  er reyndar í samræmi við kenningar Lacan að merkingin skautar marklaust undan táknmyndinni.(1) Fyrst Lacan segir líka að sannleikurinn sé marklaus þá er það kannski ekki vitleysa.

1. (Jacques Lacan, "The Insistence of the Letter in the Unconcious", í Modern Criticism and Theory, 2nd ed., David Lodge (ed.), (Harlow: Pearson Education, 2000), bls. 62-87.)

Ritsóðar og internetdónar

Mikið er talað um hvað internetdónar séu leiðinlegir. Sumir ganga svo langt ad segja að ritsóðar í kommentakerfum höggvi að innviðum samfélagsins. Aðrir segja að blaðamenn og sjónvarpsfréttamenn séu jafn miklir eða meiri mannorðsmorðingjar en bloggararnir. Sjá til dæmis hér um predikun biskupsins þar sem hann varar við sleggjudó´mum, upphrópunum, ærumeiðingum og mannorðsmorðum.

Eitt er víst: það er enginn ástæða til að vera fífl.
Orð geta sært eins og eftirfarandi mynd sýnir grafískt.
Á íslandi þykir fínt að vera góður penni og rökfastur. Oft reyna menn að láta til sín taka í umræðunni og skjóta föstum skotum að samferðamönnum sínum. Ef maður vill gagnrýna menn og málefni, en forðast það að vera fífl þarf að vanda sig. Bæði er erfitt að segja eitthvað að viti, og svo er líka skaðlegt fyrir manns eigin málstað að taka of stórt uppí sig.
Hérna er góð grein eftir Ástrala að nafni Stuart Rees, sem skrifar um óvandaða gagnrýni ýmissra ritsóða þar í landi þegar tilkynnt var að Noam Chomsky fengi hið svokallaða Sydney Peace Prize. http://www.abc.net.au/unleashed/2821144.html
Mér langaði eiginlega bara að blogga eftir að hafa lesið þetta. Margir Íslendingar gætu lært af þessu.

En ég er svo reiður og langar til að ÖSKRA!!!