föstudagur, 29. júní 2012

Óvissutímar

Menn tala um að við lifum á tímum mikillar óvissu. Um hvaða hluti ríkir óvissa?

1. Hver verður kosinn forseti? Ólafur eða Þóra?
2. Hvernig verður dæmt í Icesave málinu? Munu Íslendingar þurfa að borga „skuldir óreiðumanna“?
3. Hvort munu Íslendingar samþykkja eða hafna nýju stjórnarskránni frá stjórnlagaráði?
4. Hvort segja fleiri já eða nei í kosningum um aðild að ESB?

Um þessa hluti ríkir bullandi óvissa og því verður spennandi að fylgjast með þjóðmálunum á næstu mánuðum og árum.

Framtíðin er í eðli sínu óviss. Mönnum reynist erfitt að spá um hluti, sérstaklega um framtíðina. Því má segja að það ríki óvissa um allskonar hluti.

5. Munu Íslendingar glata fullveldi sínu?
6. Munu Íslendingar hætta að nota íslenska krónu?
7. Munu Íslendingar hætta að tala íslensku?
8. Mun einhver búa á Íslandi eftir hundrað ár?
9. Munu barnabörnin verða mjög fúl ef við virkjum of mörg fljót?
10. Munu börn, barnabörn, barnabarnabörn lifa hamingjusömu lífi?

Endalaust er hægt að velta fyrir sér óvissum hlutum, því býð ég grandvörum lesendum bloggsins að bæta inn fleiri óvissuþáttum, sem þeir missa svefn yfir.