miðvikudagur, 8. ágúst 2012

Langhlaup eða spretthlaup?


Í tilefni af ólympíleikunum í London langar mig til að leggja lauflétta tilvistarspurningu fyrir lesendur.

Oft er sagt að lífið sé langhlaup. Þessu heldur til að mynda Lýðheilsustöð fram af mikilli festu.

En hvernig getur maður verið viss um að lífið sé ekki spretthlaup og maður sjálfur bara að skokka í rólegheitunum meðan hinir eru löngu komnir í mark?

Jamaíkabúinn Usain Bolt sigraði í 100m spretthlaupi á Olympíuleikunum í London á tímanum 9,63 sekúndur.

Hvað er ykkar skoðun?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli