mánudagur, 6. ágúst 2012

Tónlist við mastersritgerð

Um þessar mundir sit ég stíft við að klára mastersritgerðina mína. Ég hef komið mér fyrir í kjallaranum hjá foreldrum mínum og skrifa af miklum móð til að geta skilað af mér fyrir deadline.

Til að stytta mér stundir hlusta ég mikið á tónlist. Ég vill helst ekki hlusta á sungna tónlist meðan ég skrifa, því mér finnst texti söngvarans trufla mig. Í heilan mánuð hlustaði ég því  aftur og aftur í gegnum sex geisladiska sett af instrumental klassískri tónlist sem heitir Smooth Classics.


Svo fór ég að verða brjálaður af að hlusta endalaust á einhverjar fiðlur. Þá fór ég í gegnum geisladiskasafnið í gamla herberginu mínu uppi. Síðan þá hef ég hlustað aftur og aftur á þessar plötur. Í fyrsta lagi Britpop-upprifjun.

Blur - The best of
  
Oasis - Whats the Story Morning Glory
Svo Kántrísveifla.
Bob Dylan - Nashville Skyline
Þetta er að einhverju leyti asnaleg plata, þar sem Bob syngur kántrí með kjánalegri rödd. en rosalega skemmtileg og ég get hlustað á hana ótrúlega oft.

Og svo þegar ég er í dramatísku stuði fyrir showdown. Showdown þar sem ég þarf að klára ákveðinn kafla þá hlusta ég á
Movie Classics of Ennio Morricone and Hugo Montenegro
 
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli