mánudagur, 23. júlí 2012

Varið ykkur á sölumönnum snákaolíu

Að gefnu tilefni ætla ég að vara við sölumönnum snákaolíu. Áður en ákvörðun er tekinn ætti alltaf að kynna sér vandlega innihald flöskunnar og meta hvort það er peningana virði.

Hérna er leikið myndband, sem sýnir dæmigerða snákaolíusölumenn að störfum.

sunnudagur, 22. júlí 2012

Borgarljóð: Borg óttans

Borg óttans, spítali geðlyfjanna, svefnherbergi þunglyndisins, líkamsræktarsalur sjálfspíningarinnar, gangstétt ferðalangsins, akvegur bifreiðastjórans, bílagata hjólreiðamannsins, morgunnverður hómópatans, vinahópur fjárglæframannsins, stefnuleysi togaraskipstjórans, hráolíuvinnsla arabaþjóða, gjaldmiðill tortímingarinnar í heimsálfu óttans, húsnæðislán fjölskylduföðurins, efnahagsreikningur viðskiptabankans, stjórnmálaflokkur stóreignamannsins, hagsmunamál fjármagnseigandans, hlekkir hins eignalausa, verðbólga, verðtrygging og gengisfall.

Borgarljóð: Í Vesturbænum

ÉG HITTI GAMLAN MANN, HÁR HANS VAR SVART. HANN KOM HLAUPANDI TIL MÍN Í GLÆNÝJUM ADIDAS SKÓM. HANN HRÆKTI Í HÁRIÐ MITT OG HRIFSAÐI AF MÉR HANDTÖSKUNA. HANN ÖSKRAÐI: NIÐUR MEÐ KERFIÐ! HELVÍTIS FOKKING FOKK!

föstudagur, 20. júlí 2012

Gamlingjaréttindi

Það er talað um að vernda rétt einstaklinga til að vera börn og njóta barnæskunnar. Þessi metnaður kemur meðal annars fram í barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og í barnabókamenningu Hvað um hitt að vernda rétt einstaklingsins til að vera gamlingjar og njóta ellinnar. Er til hliðstæður gamlingjasáttmáli sameinuðu þjóðana og gamlingjabókmenntir? Er þetta tvennt yfir höfuð hliðstætt?